Hreinsunarátök

Umhverfis- og hreinsunarátök sem Hringrás hefur staðið fyrir í samstarfi við sveitarfélög í landinu hafa gefið góða raun. Sem dæmi má nefna átak sem upphaflega fór fram í Reykjanesbæ árið 2002. Þá var stefnt að því að safna 100 tonnum af brotajárni og málmum en þau urðu 1.000. Síðan hefur samstarf Hringrásar og Reykjanesbæjar orðið að árlegum viðburði. Samstarfið felst í að Reykjanesbær sér til þess að brotajárninu er safnað saman á einn stað en þaðan fjarlægir Hringrás það síðan sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Forsenda þess að Hringrás geti boðið upp á slíkt samstarf er að ítrasta hagræðis sé gætt og kostnaði haldið í lágmarki. Ennfremur að félagið fái í sinn hlut greiðslur frá Úrvinnslusjóði fyrir akstur, dekk og spilliefni.

Í upphafi árs 2007 var hreinsunarátak á Eskifirði. Þar var safnað brotamálmi sem safnast hafði fyrir á svæðinu í áratugi, og málminum svo skipað út á Reyðarfirði. Annað dæmi um hreinsunarátak er frá Grindavík. Þar var hreinsunarátak í maí árið 2003, meðal annars í samstarfi við Hringrás. Íbúar bæjarins og fyrirtæki gátu komið með brotajárn á ákveðinn stað, sem Hringrás sá um að klippa niður og flytja á brott.

Ef góður árangur á að nást í slíkum samstarfsverkefnum skiptir miklu að sveitarfélögin sjái til þess, með góðri kynningu, að íbúar séu vel upplýstir. Mest hagræði og bestur árangur næst þegar sem mestu er safnað á sem skemmstum tíma. Hringrás sér þá um að flytja úrgangsefni og brotajárn á vinnslusvæði sín víðsvegar um landið þar sem efninu er þjappað með færanlegum endurvinnsluvélum og síðan sent í útskipun.

Ef áhugi er á að skoðaður sé möguleiki á hreinsunarátaki í sveitarfélagi, hafið þá samband við Hringrás og við ræðum málið.