Innlent samstarf

Hringrás á í samstarfi við nokkur fyrirtæki hér á landi.

Hringrás á dótturfélagið Efnarás sem áður starfaði sem spilliefnadeild Hringrásar. Efnarás sér um að taka á móti spilliefnum og raftækjum til meðhöndlunar og vinnslu. Efnarás kemur svo spilliefnunum til förgunar og/eða endurvinnslu til þess bærra aðila hér á landi og erlendis.

Hringrás starfar náið með Vöku björgunarfélagi á sviði úreldingar bifreiða. Vaka starfrækir krókabíla sem sækja bifreiðar sem eru óökufærar,  sér um niðurrif bíla og sölu varahluta úr þeim, Hringrás tekur svo við sjálfu málmflakinu og kemur málminum í endurvinnslu. Hægt er að skila bílum til niðurrifs hvort heldur sem er til Hringrásar eða til Vöku.