Rafgeymar og spilliefni

Hringrás býður alhliða þjónustu við förgun úrgangsefna sem meðal annars felur í sér móttöku hvers konar spilliefna sem til falla í ýmiskonar starfsemi. Spilliefnum er fargað samkvæmt viðurkenndum aðferðum ýmist hér á landi eða erlendis.

Hringrás tekur einnig við blýskautsrafgeymum úr bílum og vinnuvélum, og kemur þeim til endurvinnslu. Sýrunni úr geymunum er fargað sem spilliefni með viðurkenndum aðferðum og plastið fer í endurvinnslu.

Einnig tekur félagið á móti öllum gerðum af rafhlöðum. Hringrás útvegar rafhlöðubauka fyrir skóla og vinnustaði.

Hvað þarf að greiða fyrir förgun úrgangsefna?

Mismunandi er hvort greiða þurfi sérstaklega fyrir förgun spilliefna þegar þau eru afhent til Hringrásar og fer það eftir því hvort úrvinnslugjald hafi verið innheimt í upphafi.

Ef úrvinnslugjald var greitt upphaflega, þegar notkunarferill efnisins hófst, er tekið við spilliefnunum og þeim eytt án endurgjalds. Ef úrvinnslugjald var ekki álagt þarf að greiða fyrir móttöku og förgun. Gjald fyrir förgun og flutning ef við á er samkvæmt verðskrá Hringrásar.

Hér gefur að líta lista yfir spilliefni sem skila má til Hringrásar, án verða. Fyrir verð og kostnað á einstökum liðum, spyrjið Hringrás.

Skil spilliefna hjá Hringrás án verða (PDF skjal)

Staðsetning
Hvað verður um spilliefni út bílum sem er fargað?

Til að skoða PDF skjalið þarftu Adobe Reader forritið, sem þú getur sótt hér.

ny-sida-grunnskolaborn-banner1