Hjólbarðar

Hringrás er viðurkenndur aðili til móttöku á notuðum hjólbörðum allt frá dekkjum undan fólksbílum og til stórra dekkja af vinnuvélum og stórum bifreiðum.

Efni úr hjólbörðum er endurunnið til að búa til nýja söluvöru, en áður voru hjólbarðar gjarnan urðaðir. Hjólbarðarnir eru tættir og kurlaðir í sérhæfðum vélum. Hringrás aðskilur málmvíra úr dekkjunum með öflugum rafseglum og eru gúmmíörðurnar og málmurinn endurunnin hvort um sig. Gúmmíkurlið er flutt erlendis og endurunnið m.a. í reiðbrautir fyrir hestaíþróttir,  undir gerfigras, í hlaupabrautir á íþróttaleikvöngum og yfirborð leikvalla.

Hringrás getur boðið slíkt efni hérlendis og er áhugasömum bent á að hafa samband um það.