Brotajárn og málmar

Á móttökustöðvum Hringrásar er tekið á móti öllu brotajárni. Gott verð er greitt fyrir málma eins og kopar, eir, ál, ryðfrítt stál, kapla og fleira. Brotamálmar eru flokkaðir og spilliefni skilin frá áður en málmarnir eru pressaðir saman og gerðir hagkvæmir til útflutnings. Hringrás á einungis í viðskiptum við viðurkennda aðila erlendis og sendir ekki spilliefni til þróunarríkja.

Mest er greitt fyrir hreinasta efnið sem er í miklu magni og auðvelt að vinna, en minna eða ekkert fyrir efni sem er með öðrum efnum t.d. í ýmsum tækjum sem hafa mikið af plasti, gleri og öðrum málmum sem gera endurvinnslu torveldari.

Hér er listi yfir þá málma sem Hringrás tekur við:

  • Stál
  • Ryðfrítt stál
  • Ál
  • Kopar
  • Eir (brass)
  • Messing
  • Blý
  • Zink

Þrír flokkar eru í brotajárni

Flokkur I: Stór stykki af stáli, og stálplötur meira en 3mm þykkar, án annarra aðskotaefna eða hluta föstum við úr öðru en stáli.

Flokkur II: Stálplötur undir 3mm þykkar, án annarra aðskotaefna eða hluta föstum við úr öðru en stáli.

Flokkur III: Efni aðallega úr málmi en með nokkru af aðskotaefnum eins og plasti, gleri, málningu, timbri o.s.frv. Bílflök eru algengustu dæmi um efni í flokki III.

Flokkur “blandað efni:” Hlutir úr málmi með miklu af aðskotaefnum.

Staðsetning