Tökum á móti

Meginstarfsemi Hringrásar felst í söfnun, flokkun og endurvinnslu brotajárns. Vinnslustöðvar félagsins eru í öllum landshlutum. Í móttökustöðvum Hringrásar er tekið á móti mörgum tegundum efnis, brotajárns, bíla til úreldingar og spilliefna. Í mörgum tilvikum er greitt fyrir efnið sem skilað er, til dæmis fyrir auðvinnanlegt brotajárn, ryðfrítt stál og fleira.

Hringrás býður upp á heildarlausn sem felur í sér förgun á brotajárni og spilliefnum í einum pakka. Hægt er að óska eftir tilboðum í einstök verkefni og geta viðskiptavinir þá ráðið því hvort eingöngu er óskað eftir tilboði í förgun eða förgun og flutning.