Reykjavík

Aðalathafnasvæði Hringrásar er að Klettagörðum 9, 104 Reykjavík, og eru þar jafnframt höfuðstöðvar fyrirtækisins. Þar er tekið við brotajárni, málmum, notuðum raftækjum, bílum og hjólbörðum til förgunar og endurvinnslu, sem og spilliefnum.

Opnunartímar Hringrásar Klettagörðum:

  • Mánudaga til fimmtudaga 8:00-18:00
  • Föstudaga 8:00-16:00
  • Laugardaga frá 10:00-14:00
Góðmálmar: Tekið er á móti góðmálmum (áli, kopar, blýi, zink, eir (brass), messing, ryðfríu stáli), og þeir metnir sérstaklega og greitt fyrir skv. verðskrá.

Síminn hjá Hringrás hf er 550 1900.

Skilagjald – förgun bíla: Vaka björgunarfélag og Hringrás eru í nánu samstarfi um förgun bíla og geta viðskiptavinir ýmist komið með bíla sína til förgunar til Vöku í Skútuvogi 8, 104 Reykjavík  eða til Hringrásar í Klettagörðum 9. Bíleigendur fá afhent sérstakt skilavottorð sem þeir geta framvísað á næstu skoðunarstöð og fengið greiddar 20 þúsund krónur fyrir.

Fyrir utan höfuðsstöðvarnar er félagið með aðstöðu til móttöku víðs vegar um landið, á Akureyri, í Fjarðarbyggð og Reykjanesbæ.

GPS hnit:
N64  9.12236
W21  51.99288

Kort:


Sjáðu stærra kort
(Smelltu á + og – til að stækka/minnka, og dragðu kortið til með músinni.)