Reykjanesbær

Móttaka Hringrásar í Reykjanesbæ er í Helguvík að Berghólabraut 21 .

Þar er tekið á móti brotajárni, bílflökum, hjólbörðum, raftækjum, spilliefnum og góðmálmum sem eru metnir til verðs og greitt fyrir. Einnig er nú tekið á móti bílum til úreldingar og fá þeir sem skila inn bílflaki skilagjaldið greitt samkvæmt gjaldskrá.

Skipsförmum af brotajárni er skipað beint út í flutningaskip í Helguvíkurhöfn, sem minnkar landflutninga og mengun vegna þeirra.

Opnunartímar:

Á mánudögum til fimmtudags frá 8:00 til 18:00 og á föstudögum frá 8:00-16:00.

Nánari upplýsingar fást hjá Jóni Sveinssyni í síma 773 1043.