Fjarðabyggð

Móttaka Hringrásar á Reyðarfirði er hjá Sorpsamlagi Mið-Austurlands að Hjallaleiru, við vesturenda byggðakjarnans.

Þar er tekið á móti brotajárni, bílflökum, hjólbörðum, raftækjum, spilliefnum og góðmálmum sem eru metnir til verðs og greitt fyrir. Einnig er nú tekið á móti bílum til úreldingar og fá þeir sem skila inn bílflaki skilagjaldið greitt samkvæmt gjaldskrá.

Skipsförmum af brotajárni er skipað beint út í flutningaskip í Reyðarfjarðarhöfn, sem minnkar landflutninga og mengun vegna þeirra.

Opnunartímar:

Á mánudögum til föstudags 8:00-16:00.

Nánari upplýsingar fást hjá Óla Heiðari í síma 773 1029 eða hjá Bjarna í síma 660 6924.

 

GPS hnit:
N65  1.83952
W 14 14.44880

Kort:

(Smelltu á + og – til að stækka/minnka, og dragðu kortið til með músinni.)