Staðsetning

Hringrás hf. er með starfsstöðvar í öllum landsfjórðungum þar sem tekið er á móti efni til endurvinnslu eða förgunar. Einnig er móttaka á bílum sem komnir eru á endastöð og á að rífa til endurvinnslu og einnig móttaka á hjólbörðum, rafgeymum og ýmsum spilliefnum.

Brotamálmum er skipað út í flutningaskip á þessum stöðum, sem minnkar þörf fyrir landflutninga og mengun af þeirra völdum. Móttökustöðvar á landsbyggðinni auka atvinnu í heimabyggð.

Aðal athafnasvæði félagsins er að Klettagörðum 9 í Reykjavík, en auk þess rekur félagið móttökustöðvar á Skagaströnd, Akureyri, Fjarðarbyggð og í Reykjanesbæ.

Reykjavík
Skagaströnd
Akureyri
Fjarðarbyggð