Samstarfssamningar Hringrásar og Samskila við Gámaþjónustuna

15. júlí 2013

Hringrás hf. og Samskil ehf. hafa gert samning um samstarf við Gámaþjónustuna hf. og dótturfélög um gagnkvæm viðskipti.

Helstu atriði samningsins eru þessi:

–          Hringrás kaupir brota- og góðmálma sem Gámaþjónustan og dótturfyrirtæki safna um allt land.

–          Hringrás kaupir raftæki sem sömu aðilar safna á landsvísu.

–          Samskil greiða fyrir flutning á raftækjum til ákveðinna starfsstöðva Hringrásar.

–          Samningur um brotamálma tekur nú þegar gildi á landsbyggðinni en þann 1. nóvember 2013 á höfuðborgarsvæðinu.

–          Samningar um raftæki tekur gildi strax á öllu landinu.

–          Samningar þessir taka einnig til endurvinnsluefna, en Gámaþjónustan mun taka á móti og kaupa endurvinnsluefni frá Hringrás, timbur, plast o.fl.

Nánari upplýsingar um flokkun og afhendingu umræddra efna hafa verið sendar rekstrarstjórum Gámaþjónustunnar.

Tekið skal skýrt fram að með þessu eru fyrirtækin hvort um sig að ná fram meiri hagkvæmni í rekstri.  Eftir sem áður verða fyrirtækin í samkeppni um þjónustu við fyrirtæki og sveitarfélög um land allt, svo sem varðandi söfnun og meðhöndlun spilliefna.

Nánari upplýsingar:

Einar Ásgeirsson, Hringrás,  sími 6608900

Sveinn Hannesson, Gámaþjónustunni, sími 6691050