Ný fræðslusíða – myndskeið um spilliefni og málma

Ný fræðslusíða hefur verið sett upp (í lok október 2012) fyrir grunnskólabörn og foreldra, en einnig til upplýsinga fyrir grunnskólakennara. Síðuna getur þú skoðað hér. Af þessari síðu eru tenglar á fjórar síður sem hver um sig fjallar um ákveðið efni. Síðurnar eru:

Rafhlöður. Sett upp vorið 2012, með myndskeiði um endurvinnslu á rafhlöðum og ýmsum áhugaverðum upplýsingum um rafhlöður.

Spilliefni. Hér er nýtt myndskeið um spilliefni á heimilum, sérstakt eyðublað fyrir foreldra, og viðbótarupplýsingar sem hafa það markmið að tryggja öryggi allra á heimilinu og rétta umgengni við umhverfið. Myndskeiðinu var dreift endurgjaldslaust á DVD diski til grunnskóla á Íslandi.

Málmar. Á þessari síðu er birt annað nýtt myndskeið, um endurvinnslu á málmum. Þetta myndskeið var einnig á DVD disknum.

 Öll hráefni. Haustið 2012 er í vinnslu myndskeið sem mun heita „Hringrás hráefna í öllum tækjum og hlutum,“ og fjallar eins og nafnið bendir til um öll hráefni sem maðurinn notar til að búa til hverskyns hluti og tæki, og endurvinnslu á þessum hráefnum. Þessu myndskeiði verður líkast til komið til grunnskóla snemma á árinu 2012, og verður síðan um þetta efni opnuð þá.