Myndskeið um rafhlöður og ný síða á vefnum

ny-sida-grunnskolaborn-banner2

Hringrás hf hefur látið vinna stutt myndskeið til sýninga fyrir grunnskólabörn landsins. Myndskeiðið fræðir um endurvinnslu á rafhlöðum á fjörugan og fræðandi hátt, og er það leikarinn og fjölmiðlamaðurinn ástsæli Sveppi (Sverrir Þór Sverrisson) sem les inn textann.

Myndskeiðið má sjá neðst á nýrri síðu hér á vef Hringrásar.

Þessi nýja síða hér á vef Hringrásar er með ýmiskonar upplýsingar um rafhlöður, sem einnig nýtist grunnskólabörnum og -kennurum, en getur verið mjög fróðleg lesning fyrir aðra líka. Þar má sjá ýmislegt um rafhlöður í dag, efnasamsetningu og endurvinnslu. Jafnframt er sagt frá fyrstu rafhlöðunni sem fundin var upp árið 1800, og jafnvel um hugsanlega allra fyrstu rafhlöðurnar, en torkennilegir hlutir frá því skömmu eftir Krists burð fundust í fornleifauppgreftri í Mið-Austurlöndum, sem engum hefur tekist að ráða endanlega í til hvers voru gerðir…

Um gerð myndskeiðsins og vefsíðunnar sá Grípandi myndskeið.