Söfnunargámar

Hringrás býðst til að útvega fyrirtækjum og bæjarfélögum söfnunargáma fyrir brotamálma til afnota í lengri tíma eða skemmri. Við komum gámunum fyrir og sjáum um að tæma þá með reglulegu millibili eða eftir óskum. Þetta þýðir að efni sem á endanum á að losa sig við safnast ekki fyrir og er flutt á brott jafnt og þétt. Með söfnunargámi fyrir málma er stuðlað að fegrun umhverfisins og umhverfismálum. Hægt er að fá 15, 20, 30 rúmmetra gám eða opin fleti.

Hringdu í síma 550-1900 eða pantaðu söfnunargám beint af vefnum.

Panta söfnunargám eða gámalosun