Málma- og gámabílar

Ef umtalsvert magn af efni hefur safnast upp tekur Hringrás að sér að fjarlægja staka málmhluti eða annan úrgang með kranabifreiðum, t.d. í átaksverkefnum. Þannig er hægt að leysa minni verkefni sem fela í sér mengun eða óþarfa lýti á umhverfinu. Með slíkri þjónustu má spara bæði fé og fyrirhöfn og stuðla um leið að endurvinnslu og fegrun umhverfisins. Í boði eru bílar með gámi og stórum vörubílspalli og bílar með krabba og krana.

Ef um er að ræða endurvinnanlega málma í nægilegu magni býðst Hringrás til að sækja málminn eigandanum að kostnaðarlausu. Sé um sérlega verðmætt efni að ræða er einnig möguleiki að greitt sé fyrir þann hluta efnisins.

Hringrás hefur aðallega þrjár stærðir af gámum að bjóða: 15, 20 og 30 rúmmetrar að stærð. Aðrar stærðir geta einnig verið fáanlegar samkvæmt beiðni.