Komum til þín

Hringrás kemur á staðinn og sækir  brotajárn og bíla þegar erfitt er fyrir viðkomandi að koma þeim til móttökustöðva Hringrásar. Fyrirtækið býður opna og lokaða gáma til leigu og sækir þá þegar þarf að losa þá.  Einnig má koma á staðinn með málmabíla til að sækja málm sem hefur safnast fyrir á staðnum, og þarf að hreinsa í burtu. Þegar um er að ræða töluvert magn endurvinnanlegra málma getur Hringrás sótt efnið án endurgjalds. Fyrir stærri verkefni hefur Hringrás til umráða færanlegar endurvinnslustöðvar með brotajárnspressum.