Hringrás endurvinnsla á Facebook

Hringrás endurvinnsla er nú komin á samskiptavefinn Facebook. Þar munu birtast áhugaverðar tilkynningar frá starfsemi fyrirtækisins og aðrar hugleiðingar um umhverfismál og endurvinnslu. Við hvetjum allt áhugafólk um þessi mikilvægu mál til að smella á hnappinn „Like“. Þannig munu nýjar færslur birtast á vegg hjá viðkomandi.

Facebooksíðu Hringrásar má finna á slóðinni https://www.facebook.com/hringrashf/

Það er önnur síða undir nafninu Hringrás á Facebook. Þar eru á ferðinni tveir hressir tón- og taktsmiðir sem Hringrás endurvinnsla er ekki í tengslum við og við kunnum ekki frekari skil á. Eflaust eru þar miklir hæfileikamenn á ferð fyrst þeir velja svo gott nafn á sína sveit, og óskum við þeim alls hins besta í ferð sinni um heima tónlistarinnar, meðan Hringrás heldur sig við vettvang endurvinnslu.