Spilliefni – upplýsingar fyrir foreldra og börn

Til baka til fræðslusíðu

Á þessari síðu eru upplýsingar um spilliefni sem oft má finna á heimilum. Þetta eru gagnleg efni sem geta verið hættuleg ef þau eru ekki meðhöndluð á réttan hátt, og geta jafnframt spillt umhverfinu ef þeim er fargað á rangan hátt.

Efni síðunnar

Myndskeið um spilliefni: Látum spilliefni ekki spilla deginum
Upplýsingablað og eyðublað um spilliefni
Ítarlegri upplýsingar um spilliefni
– Hvað eru spilliefni í heimahúsum og hvaða áhrif hafa þau?
– Hvað telst ekki til spilliefna og hver er munurinn?
– Hvernig á að bregðast við ef óhapp eða slys verður?
– Hvaða vörur, efni eða hlutir á þínu heimili gætu innihaldið spilliefni?
– Grunn efni og efnasambönd í spilliefnum
– Hvernig á að nota efni eða hluti sem innihalda spilliefni á heimilum?
– Hvernig á að geyma spilliefni á heimilum?
– Hvernig á að losa sig við þau og hvers vegna?
– Hvar eru spilliefnamóttökur á Íslandi?

Myndskeið um spilliefni: Látum spilliefni ekki spilla deginum

Spila í háskerpu:

Smelltu hér til að spila myndskeiðið í háskerpu (HD – high definition). Þetta er stærri mynd og skarpari, og til dæmis gott ef þú ætlar að spila myndskeiðið af skjávarpa. Leiðbeiningar eru undir myndspilunarglugganum.

Upplýsingablað og eyðublað um spilliefni

Grunn upplýsingar: Á þessu PDF skjali sem þú getur prentað út er fljótlegt yfirlit yfir helstu spilliefnin sem oft má finna á venjulegu heimili. Hægrismelltu á myndina eða eða tengilinn til að hlaða niður skjalinu. Hér eru talin upp helstu flokkar spilliefna og grunn ábendingar um notkun, geymslu og förgun.

Eyðublað til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi: Á þessu eyðublaði getur þú merkt inn hvort þú sért með tilteknar vörur eða hluti sem innihalda varasöm efni eða spilliefni. Svo geturðu merkt við ef/þegar þú þú hefur þekkingu til að meðhöndla þau rétt, og loks þegar öruggt er að þau séu geymd með öruggum hætti. Þetta eyðublað er í tveimur skráargerðum.
Hægrismelltu hér fyrir PDF útgáfu, sem þú getur prentað út og merkt í með blýanti.
Hægrismelltu hér fyrir MS Excel útgáfu, sem þú getur fyllt út í tölvunni og vistað.

Ef þú hefur ekki Adobe PDF Reader, sæktu það hér.

Ítarlegri upplýsingar um spilliefni


Hér eru ítarlegar upplýsingar um vöruflokka, vörur, efni og hluti sem geta innihaldið spilliefni, og kunna að vera á þínu heimili.

Efnisyfirlit undirkafla:

– Hvað eru spilliefni í heimahúsum og hvaða áhrif hafa þau?
– Hvað telst ekki til spilliefna og hver er munurinn?
– Hvernig á að bregðast við ef óhapp eða slys verður?
– Hvaða vörur, efni eða hlutir á þínu heimili gætu innihaldið spilliefni?
– Grunn efni og efnasambönd í spilliefnum
– Hvernig á að nota efni eða hluti sem innihalda spilliefni á heimilum?
– Hvernig á að geyma spilliefni á heimilum?
– Hvernig á að losa sig við þau og hvers vegna?
– Hvar eru spilliefnamóttökur á Íslandi?

Hvað eru spilliefni í heimahúsum og hvaða áhrif hafa þau?

–          Á heimilum eru margar vörur, efni og hlutir sem eru afar gagnleg og raunar nauðsynleg til að við getum lifað því lífi sem við viljum. En þau geta valdið skaða ef þau eru ekki meðhöndluð rétt eða þeim fargað með viðhlítandi hætti. Tryggja þarf að börn nái ekki til þessara efna enda hefur gerst að börn sulli á sig eða drekki efni, stundum með mjög skelfilegum afleiðingum.

–          Mörg þessara efna geta valdið óþægindum, veikindum, eða jafnvel verið stórhættuleg ef þau eru ekki notuð og geymd með réttum hætti. Það er nauðsynlegt að þekkja vel hvert efni fyrir sig til að fyrirbyggja skaða.

–          Ef þessum efnum er fargað í umhverfinu eða á venjulegum urðunarstað fyrir sorp geta þau valdið miklum umhverfisskaða, mismunandi eftir því hvaða efni er á ferð. Þess vegna kallast þau spilliefni á því stigi. Sum þeirra brotna ekki niður en safnast upp og eru til vandræða svo áratugum skiptir eða lengur.
Nauðsynlegt er og skylda samkvæmt lögum að koma þessum efnum til viðurkenndrar spilliefnamóttöku.

Hvað telst ekki til spilliefna og hver er munurinn?

Önnur efni á heimilum eru ekki skaðleg hvorki útvortis né innvortis (þó sum sé ekki æskilegt að innbyrða), og valda ekki verulegu tjóni í umhverfinu vegna efnaferla. Þó geta þau vissulega valdið óþrifnaði, eins og tildæmis pappír og plast af ýmsu tagi. Ekki þarf að viðhafa sérstakar varúðarráðstafanir varðandi þessa hluti og efni, (nema þau geti valdið skaða samanber orðatiltækið „hnífur og skæri eru ekki barna meðfæri“).
Þessum er fargað með venjulegu heimilissorpi, eða öðrum hætti til dæmis pappír, pappa og öðrum efnum til endurvinnslu á móttökustöðvum.

Hvernig á að bregðast við ef óhapp eða slys verður?

Farið eftir leiðbeiningum á umbúðum hvers efnis fyrir sig.

Við mikil óþægindi, ráðfærið ykkur við hjúkrunarfræðing eða lækni á heilsugæslustöð.

Ef alvarlegt slys hefur orðið verður að leita til slysavarðstofu eða að kalla til sjúkrabíl. Verið í sambandi eins fljótt og unnt er við fagfólk á heilsugæslustöð eða slysavarðstofu varðandi rétt viðbrögð.

En umfram allt, hafið þessar vörur og efni í tryggilegri geymslu og meðhöndlið þau rétt svo lágmarks líkur séu á óhappi.

Hvaða vörur, efni eða hlutir á þínu heimili gætu innihaldið spilliefni?

Eftirtaldir vöruflokkar, efni eða hlutir geta verið varasamir við ranga geymslu og meðhöndlun, eða verið spilliefni ef þeim er ekki fargað rétt. Vinsamlega lestu vörulýsinguna til að sjá hvaða efni eru í því sem þú ert að skoða.

Upptalning á sjálfum grunn efnum og efnasamböndunum sem geta verið í þessum vöruflokkum, og hvaða skaða þau geta valdið, er í kaflanum næst á eftir.

Málning:  Getur innihaldið efni unnin úr jarðolíu, akrílefni, epoxýefni, sellulósaefni, úreþanefni. Einnig þungmálma, leysiefni (ethylene glycol, methyl dipropoxol) og viðbætt efni á borð við formaldehýð, skordýraeitur, sveppaeyði, margvirk eitur (biocides).

Lakk: Getur innihaldið efni unnin úr jarðolíu, akrílefni, epoxýefni, sellulósaefni, úreþanefni. Einnig leysiefni (ethylene glycol, methyl dipropoxol) og viðbætt efni á borð við formaldehýð, skordýraeitur, sveppaeyði, margvirk eitur (biocides).

Lím: Getur innihaldið akrílefni, epoxýefni, sellulósaefni, úreþanefni. Einnig Xylene og tólúen.

Naglalakk: Getur innihaldið asetón.

Naglalakkshreinsir: Getur innihaldið astetón.

Hárlitunarefni: Geta innihaldið ammoníak.

Leysiefni (þynnar): Getur m.a. innihaldið efni unnin úr jarðolíu og sellulósaefni, og asetón, alkóhól, chlorinated hydrocarbons, klóroform, white spirit, tóluene, xylene, TRI, TETRA.

Gólfbón: Getur innihaldið diethylene glycol, olíuefni úr jarðolíu (petroleum distillates), nítróbensen.

Húsgangabón (fægilögur): Getur innihaldið diethylene glycol, olíuefni (petroleum distillates), nítróbensen.

Skóáburður: Getur innihaldið olíuefni úr jarðolíu (petroleum distillates), og vetnis-kolefnasambönd (hydrocarbons).

Sýrur til matargerðar: Edikssýra, ýmist mjög væg (2%) eða sterkari (15%).

Sýrur til viðgerða,hobbývinnu, létts iðnaðar: Geta verið saltsýra, saltpéturssýra, o.fl. Oft geymt úti í bílskúr eða í geymslu frekar en inni á heimilinu. Geta verið afar hættulegar.

Stíflueyðir: Innihalda mjög sterkan lút sem er afar hættulegur.

Vítissódi: Sterkur lútur, afar hættulegur.

Þvottaefni og bleikiefni: Geta innihaldið lút og klór.

Hreinsiefni: Geta innihaldið lút, klór og ammoníak.

Hreinsiduft (skúripúlver): Getur innihaldið potassium hydroxide.

Ath Stíflueyði, þvottaefni, bleikiefni, hreinsiefni og hreinsiduft eru yfirleitt notuð í smáum skömmtum og skolast út um niðurfall, t.d. úr þvottavél, en ef á að losa sig við mikið magn er betra að fara í spilliefnamóttöku.

Blettahreinsir: Getur innihaldið asetón og tólúen.

Sótthreinsunarefni: Getur innihaldið Sodium & calcium hypochlorite, sodium hydroxide, bakteríudrepandi efni.

Klórtöflur: Ætlaðar til að sótthreinsa vatn í heitum pottum. Innihalda klór.

Rottueitur: Getur innihaldið warfrin, stryknín, brodifacoum.

Flugna- og skordýareitur: Geta innihaldið pyrethroids, OPs, arsenik, organo chlorines.

Skordýraeitur: Sjá flugnaeitur.

Illgresiseyðir: Getur innihaldið atrazine, simazine, acid herbicides, OPs, organo chlorines, glyphosate

Sveppaeyðir: Getur innihaldið dichlofluanid og PCP.

Lyf ýmiskonar: Af öllu mögulegu tagi, með virkum lyfjaefnum. Úrelt lyf eiga ekki að lenda í umhverfinu, til dæmis með almennu heimilissorpi, og verður að skila til lyfjaverslunar til viðeigandi förgunar.

Spreybrúsar og þrýstibrúsar: Geta innihaldið CFC (klór-flúor-karbon), própan og bútan.

Frostlögur: Getur innihaldið Ethylene glycol eða metanól.

Rafhlöður: Geta innihaldið þungmálma eins og kadmíum, liþíum, kvikasilfur og zink.

Rafgeymar (stærri): Geta innihaldið blý eða zink, og brennisteinssýru.

Lítil rafmagnstæki: Í rafmagnstækjum og rafeindatækjum sérstaklega, símum, myndavélum, tölvum og slíku geta verið mörg efni og málmar sem teljast spilliefni.

Stór rafmagnstæki: Kæliskápar og frystikistur geta innihaldið freon.

Sparperur: Nýju sparperurnar geta innihaldið kvikasilfur.

Rörperur (flúorperur): Getur innihaldið kvikasilfur og sölt af fosfór.

Hitamælar: Geta innihaldið kvikasilfur.

Vélaolía: Geta innihaldið efni unnin úr jarðolíu og ýmis gerfiefni (synthetic).

Eldsneyti: Bensín, díselolía eða steinolía. Oft til í brúsa til dæmis á sláttuvélar, úti í bílskúr eða útigeymslu. Bensínið er stundum blandað tvígengisolíu. Bensín er mjög eldfimt eins og gefur að skilja.

Timbur, fúavarið eða málað: Efni í fúavörn og þrýstimeðhöndluðu timbri geta verið óæskileg fyrir umhverfið. Í fúavörn geta verið leysiefni, flúorsalt, arseniate, og eiturefni.

Framköllunarvökvi: Getur innihaldið leysiefni (asetón, ethylene glycol) og basíska vökva, og silfur. Framköllunarefni eru að verða sjaldgæfari með stafrænum myndavélum, en áhugaljósmyndarar kunna að hafa framköllunarstúdíó heimavið þar sem framköllunarvökvar falla til.

Gömul einangrunarefni og klæðningar í byggingum: Geta innihaldið asbest.

Grunn efni og efnasambönd í spilliefnum

Hver eru grunn efni og efnasambönd sem geta verið varasöm eða spilliefni, og hvaða skaða geta þessi efni valdið á heimilismönnum við ranga notkun?

Sum þessara efna koma fyrir í spilliefnum og varhugaverðum efnum í talsverðu magni og geta verið hættuleg (dæmi: lútur í stíflueyði sem er mjög hættulegur við ranga meðhöndlun). Önnur þessara efna koma fyrir í minna magni, en geta safnast upp t.d. á urðunarstað ef þeim er fargað með röngum hætti, og geta þar verið ógn við heilsu manna, t.d. grunnvatn, eða ógnun við umhverfið.

Eftirtalin efni koma fram í listanum yfir vöruflokka, efni og hluti hér að ofan. Listinn er í stafrófsröð.

Acid herbicides: Illgresiseyðar sem hafa ýmsar sýrur sem virk efni. Langur listi yfir gerðir illgresiseyða má finna hér (smella á tengil).

Akrílefni: Akrýlefni eru plastefni. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér,.)

Alkohól(etanól, ethyl alcohol): Efnið í áfengum drykkjum. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, þroska, innkyrtla, innri líffæri og lifur, taugakerfi, æxlunarfæri, öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér,.)

Ammoníak: Eða azane, tiltekið efnasamband niturs og vetnis, ósýnilegt sem gas en með sterkri, pirrandi lykt sem fer ekki framhjá neinum. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir ýmis líffæri (lifur og önnur innri líffæri, taugakerfi, æxlunarfæri, öndunarfæri og húð; heimild sjáðu hér, og Wikipedia).

Arsenik: Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Krabbameinsvaldandi og hamlar þroska og vexti. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð,  innkyrtla, innri líffæri og lifur, ónæmiskerfi, nýru, taugakerfi, æxlunarfæri, öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér.)

Asbest: Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Krabbameinsvaldandi. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir ónæmiskerfi og öndun. Klæðast verður sérstökum hlífðarfatnaði og súrefnisgrímum, og viðhafa sérstaka aðgát, ef asbestklæðning er rifin úr byggingu. (Heimild EU household report og Sjáðu hér.)

Asetón: Einnig kallað propanone. Notað sem hreinsiefni. Asetón er ertandi, má ekki koma í augu, og kann að hafa áhrif á miðtaugakerfið. Eitrað og mjög eldfimt.  (Heimild EU household report.)

Atrazine: Lífrænt efnasamband. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega krabbameinsvaldandi, og eitrað fyrir lifur eða innkyrtla, ónæmis- og taugakerfi, æxlunarkerfi og húð. (Heimild: Sjáðu hér).

Bakteríudrepandi efni: Ýmis efni sem hamla vexti örvera (baktería) eða drepa þær.

Basi: Einnig nefndur lútur (lútar í fleirtölu). Sjá lútur.

Bensín: Unnið úr jarðolíu. Eldfimt, ertandi og krabbameinsvaldandi ef það kemst á húð. Mengar grunnvatn.  (Heimild EU household report.)

Biocides: Lífeyðir, margvirkt eitur, „sæfiefni“. Víður flokkur eiturs ætlað til að eyða, gera skaðlaus, hamla vexti, í lifandi vefjum/frumum/lífverum.  (Heimild ordabok.is og Wikipedia)

Bleikiefni: Sjá Sodium hypochlorite.

Blý: Blý er eitrað ef það kemst í blóðrás eða meltingu. Umhverfisspillandi. Þungmálmur.  (Heimild EU household report.)

Brennisteinssýra: Ætandi. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrunaráhrif á vöðva og bein, öndun, húð og skynfæri. Mjög sterk sýra er í bílarafgeymum.  (Heimild EU household report og sjáðu hér.)

Brodifacoum: Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta, blóð og taugakerfi, sem og fyrir húð og skynfæri. „ Aðeins meindýraeyðar með opinbert leyfi mega nota þetta efni í USA.  (Heimild: Sjáðu hér).

Bútan: Bútan gas. Ógn við heilsu: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir taugakerfi  (Heimild: Sjáðu hér).

Calcium hypochlorite: Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Ekki skráð. Hugsanlegt: Ekki skráð. Efnasamband úr kalsíum og klór, Ca(ClO)2, gjarnan notað til að sótthreinsa vatn og hvítta þvott, en einnig í skordýraeitur. (Heimild: Sjáðu hér).

Caustic soda: Sjá vítissódi.

CFC – Chlorofluorocarbon: Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir blóð og æðakerfi, sem og taugakerfi. Lífrænt efnasamband sem inniheldur kolefni, klór, vetni og flúor.  (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia).

Chlorinated hydrocarbons: Notað í skordýraeitur. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir taugakerfi í mönnum. Efnasamband úr klór, vetni og kolefni. Á ensku einnig þekkt sem „chlorinated organics, chlorinated insecticides and chlorinated synthetics“. (Heimild: Sjáðu hér, og http://edis.ifas.ufl.edu/pi090)

Dichlofluanid: Notað í sveppaeyði en einnig fúavarnarefni. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir ónæmiskerfi, húð og skynfæri. Hús sögð hafa orðið óíbúðarhæf í Danmörku, sjá hér. Talið mjög eitrað fyrir sjávarlífverur. (Heimild: Sjáðu hér, og tengill á undan).

Diethylene glycol: Lífrænt efnasamband notað víða sem leysiefni. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, þroska, innri líffæri og lifur, nýru, taugakerfi, æxlunarfæri, öndun. Rætt eru um þrjú stig eitrunar á Wikipedia. (Heimild: Sjáðu hér, Wikipedia, og sjá hér).

Díselolía: Unnin úr jarðolíu. Eldfimt, ertandi og krabbameinsvaldandi ef það kemst á húð. Mengar grunnvatn.  (Heimild EU household report.)

Edikssýra (á ensku Acetic acid): Meginefnið í ediki (ásamt vatni), en algeng útgáfa ediks er um 8% edikssýra.  Oft notað í matvæli, til dæmis súrsað grænmeti af ýmsu tagi. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanleg: Hugsanlega, ef tekin inn í of miklu magni eða of miklum styrkleika, getur edikssýra verið eitruð, fyrir hjarta og blóð, innri líffæri og lifur, öndunarkerfi, húð og skynfæri.  (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia).

Epoxýefni: Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanleg: Hugsanlega eitrað fyrir ónæmiskerfið, öndun, húð og skynfæri. Notað í lím og hefur mikla viðloðun og mikla mótstöðu gegn mörgum öðrum efnasamböndum. Einnig notað í málningu og grunna.  (Heimild: Sjáðu hér, og hér).

Ethylene glycol: Leysiefni. Rokgjarnt lífrænt efnasamband.  Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanleg: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, þroska, innri líffæri og lifur, nýru, taugakerfi, æxlunarfæri, öndun, húð og skynfæri. (Heimild EU household report og sjáðu hér.)

Flúor: Frumefni með lotunúmerið 9. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir innri líffæri , lifur, nýru, taugakerfi, vöðva og bein. Mengandi í umhverfinu. (Heimild: Sjáðu hér).

Formaldehýð, einnig nefnd methanal: Litlaus gastegund sem hefur ertandi áhrif, og er eitruð við inntöku.  Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Krabbameinsvaldandi. Hugsanlegt: Talið eitrað fyrir innri líffæri og lifur, ónæmiskerfi, taugakerfi, æxlunarkerfi, -öndunarfæri, húð og skynfæri. Grunn efni í formalíni sem er notað til að halda lífrænum vefjum óskemmdum, t.d. á rannsóknarstofum. (Heimild EU household report, Wikipedia og Sjáðu hér.)

Fosfór, á ensku phosphorus: Frumefni með lotunúmerið 15. Fosfór er í mörgum efnasamböndum, og nauðsynlegur sem slíkur. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt: Fosfór er talinn hugsanlega eitraður fyrir hjarta og æðakerfi, blóð, innri líffæri og lifur, nýru, vöðva og bein, taugakerfi, æxlunarkerfi, öndun, húð og skynfæri. Þó er fosfór algengur í umhverfinu, og um það bil 1% af þyngd mannslíkamans er fosfór, sjá hér. (Heimild sjáðu hér og Wikipedia).

Gerviefni: Mjög fjölbreyttur hópur efnasambanda sem fyrirfinnast ekki í náttúrunni, heldur eru sett saman af mönnum. Virkni þeirra og form eru mismunandi, en sum er hættuleg heilsu og umhverfi í tilteknu magni, og sum brotna ekki niður.

Glyphosate: Illgresiseyðir. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega krabbameinsvaldandi og eitrað fyrir blóð, innri líffæri og lifur. Hugsanlega eitrað fyrir taugakerfi, æxlunarkerfi og öndun. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Jarðolía: Hráolía, leyfar af fornum plöntum sem breyst hafa í olíu. Ekki notuð í frum formi en úr jarðolíu eru unnin bensín, díselolía, steinolía, ýmsar olíuvörur, plastvörur o.fl.  (Heimild EU household report.)

Kadmíum: Málmur, frumefni. Eitrað og umhverfisspillandi. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Krabbameinsvaldandi, eitrað fyrir þroska og æxlunarfæri. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð,  innkyrtla, ónæmiskerfi, nýru, taugakerfi, öndun. (Heimild: Sjáðu hér.)

Klór: Frumefni, númer 17 í lotukerfi. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, innri líffæri og lifur, nýru, taugakerfi, öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia).

Klóroform: Notað í ýmsum tilgangi, en áður fyrr til svæfinga og deyfinga. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Krabbameinsvaldandi. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, þroska, innkyrtla, innri líffæri og lifur, nýru, taugakerfi, æxlunarfæri, öndun.  (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia).

Kvikasilfur: Málmur, þungmálmur, eini málmurinn sem er fljótandi við stofuhita. Frumefni, nr 80 í lotukerfi. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Eitrað fyrir þroska. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, innkyrtla, innri líffæri og lifur, ónæmiskerfi, nýru, taugakerfi, æxlunarfæri, öndun, húð og skynfæri.   (Heimild EU household report, Wikipedia og sjáðu hér.)

Liþíum: Málmur, frumefni. Mjúkur, silfurhvítur málmur sem er sá léttasti af málmum; númer 3 í lotukerfi. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir nýru og taugakerfi. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Lífræn klórsambönd: Sjá Organo chlorines.

Lútur (basískt efni), fleirtala lútar: Mjög sterkur lútur er mjög hættulegur og getur leyst upp sum önnur efni. Getur valdið bruna á húð og miklum skaða ef tekinn er inn. Sterkur lútur á heimilum er t.d. vítissódi. Efni með tölugildi hærra en 7 og allt að 14 á PH kvarða. 14 er sterkasti lútur sem til er. Lútur og sýra af sama styrk að tölugildi frá 7 (t.d. 7-4=PH 3 og 7+4= PH 11) vega hvert annað upp og úr verður efni sem er hlutlaust hvað lút- eða sýrustig varðar. Alkaline á ensk. (Heimild Wikipedia o.fl.)

Lye: Sjá vítissódi.

Metanól (methyl alkóhól), einnig nefnt tréspíri: Ógn við heilsu manna: Afar eitrað við inntöku, getur valið blindu (10 ml eða 0,1 desilíter), og 30 ml getur valdið dauða. Hugsanleg ógn: Hugsanlega eitrað fyrir þroska, innri líffæri og lifur, nýru, taugakerfi, öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Methyl dipropoxol: Leysiefni. Eitrað. Rokgjarnt lífrænt efnasamband.  (Heimild EU household report.)

Nikkel: Málmur, frumefni, nr. 28 í lotukerfi.  Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Krabbameinsvaldandi. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, þroska, ónæmiskerfi, nýru, taugakerfi, æxlunarfæri, öndun, húð og skynfæri. Umhverfisspillandi.  (Heimild EU household report, Wikipedia og Sjáðu hér.)

Nítróbensen: Lífrænt efnasamband. Mjög eitrað og fer auðveldlega gegnum húð manna. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Krabbameinsvaldandi. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, nýru, taugakerfi, æxlunarfæri, öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Olíuefni (petroleum distillates): Efni unnin úr jarðolíu.

Ops: Illgresiseyðir. Mjög eitrað.  (Heimild EU household report.)

Organo chlorines – Lífræn klórsambönd. Notuð m.a. í skordýraeitur.  Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Sum lífræn klórsambönd eru eitruð fyrir menn, dýr og plöntur. Díoxín-sambönd og DDT eru þrávirk efni, bæði eitruð og umhverfismengandi, (Wikipedia). Hugsanleg heilsuógn skv. goodguide: Hugsanlega krabbameinsvaldandi, og eitrað fyrir þroska, innri líffæri og lifur, nýru, taugakerfi og æxlunarfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

PCP(pentachloropropenol): Lífrænt klórsamband, notað sem skordýraeitur og sótthreinsunarefni. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð: Krabbameinsvaldandi. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, þroska, ónæmiskerfi, innkyrtla, innri líffæri og lifur, nýru, taugakerfi, æxlunarfæri, öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Petroleum distillates: Sjá olíuefni (petroleum distillates):

Própan (própangas): Efnasamband úr kolefni og vetni. Notað í t.d. gasgrill.  Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt: Eitrað fyrir taugakerfi og öndun. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Pyrethroids (synthetic): Efnasamband gert af mönnum, notað sem skordýraeitur, líkist náttúrulegu Pyrethrum.  Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanleg eitrun af gerviefninu, pyrethroid: Eitrun í innkyrtlum. Hugsanleg eitrun af náttúrulegu pyrethrum: Hugsanlega krabbameinsvaldandi, hugsanlega eitrað fyrir innri líffæri og lifur, ónæmiskerfi, öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, sjáðu hér, og Wikipedia.)

Saltpéturssýra (enska nitric acid): Mjög ætandi í hreinu formi, mjög hættuleg. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð (í vægu formi væntanlega). Hugsanlegt: Eitrað fyrir öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Saltsýra(enska hydrochloric acid): Mjög ætandi í hreinu formi, mjög hættuleg. Saltsýra finnst í meltingarvökva manna. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð (í vægu formi væntanlega). Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir ónæmiskerfi, stoðkerfi, innri líffæri og lifur, öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Sellulósaefni: Lýsing ekki komin.

Sellulósaþynnir: Lýsing ekki komin.

Simazine: Illgresiseyðir, notað til að halda í skefjum breiðblaða illgresi og einæru grasi. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð (í vægu formi væntanlega). Hugsanlegt: Hugsanlega krabbameinsvaldandi, og eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, innkyrtla, innri líffæri og lifur, nýru og taugakerfi. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Smurolíur, olíur af ýmsum gerðum: Getur verið gerð úr jarðolíu og gerviefnum. Geta verið eldfimt, ertandi og krabbameinsvaldandi ef það kemst á húð. Mengar grunnvatn.  (Heimild EU household report.)

Sodium hydroxide: Sjá vítissódi.

Sodium hypochlorite(bleikiefni, á ensku bleach eða liquid bleach): Efnasamband búið til af mönnum, notað til að hvítta/bleikja þvott, sem sótthreinsir, til að hreinsa vatn o.fl. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, taugakerfi, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Steinolía: Unnin úr jarðolíu. Eldfimt, ertandi og krabbameinsvaldandi ef það kemst á húð. Mengar grunnvatn.  (Heimild EU household report.)

Stryknín (á ensku strychnine): Eitur. Baneitrað í sterku formi. Notað m.a. sem meindýraeitur, t.d. til að eyða fuglum og nagdýrum (t.d. rottum). Hugsanleg heilsuógn skráð sem: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, taugakerfi. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Synthetic: Sjá gerviefni.

Sýra  (súrt efni), fleirtala sýrur: Mjög sterk sýra er mjög hættuleg og getur leyst upp sum önnur efni. Getur valdið bruna á húð og miklum skaða ef tekin er inn. Efni með tölugildi lægar en 7 og allt að 0 á PH kvarða. 0 er sterkasta sýra sem til er. Lútur og sýra af sama styrk að tölugildi frá 7 (t.d. 7-4=PH 3 og 7+4= PH 11) vega hvert annað upp og úr verður efni sem er hlutlaust hvað lút- eða sýrustig varðar. Acid á ensku.

Terpentína(á ensku turpentine, tree turpentine): Leysiefni sem fengið er aðallega úr lifandi trjám, aðallega furutrjám. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, ónæmiskerfi, innri líffæri og lifur, nýru, taugakerfi, öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.) Sjá einnig white spirit terpentína.

Tetra: Lýsing ekki komin, en virðist eldfimt og eitrað.   (Heimild EU household report.)

Tólúen: Leysiefni (þynnir). Ekki ætti að anda að sér gufum af tólúen eða öðrum leysiefnum. Getur valdið þreytu, svima, ringlun, minnisleysi, lystarleysi, og truflun á heyrn og sjón. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Eitrun fyrir þroska. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, ónæmiskerfi, innri líffæri og lifur, nýru, taugakerfi, æxlunarfæri, öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

TRI: Lýsing ekki komin, en virðist eldfimt og eitrað.   (Heimild EU household report.)

Úreþanefni(pólýúreþan, á ensku polyurethane): Fjölliðuefni. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Krabbameinsvaldandi og eitrun fyrir þroska. Hugsanlegt: Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, nýru, öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Vítissódi (á ensku sodium hydroxide, lye eða caustic soda): Mjög sterkur lútur. Ætandi, veldur bruna innvortis og útvortis. Leysir upp prótín og fituefni í lifandi vef. Mjög hættulegur í því sterkasta formi sem hægt er að fá hann í. Ógn við heilsu manna, skv scorecard: Þekkt og skráð; Ekki skráð (í vægu formi væntanlega). Hugsanlegt: Eitrað fyrir öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Warfrin: Rottueitur. Eitrað. Lýsing ekki komin að öðru leiti. (Heimild EU household report.)

White spirit (white spirit terpentína, mínerölsk terpentína): Terpentína unnin úr paraffíni. Ógn við heilsu manna, skv scorecard: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt: Eitruð fyrir innkyrtla, taugakerfi, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Xylene: Leysiefni m.a. Kolvetnisefni, unnið úr jarðolíu eða kolum. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt:  Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, þroska, innri líffæri og lifur, ónæmiskerfi, nýru, taugakerfi, æxlunarfæri, öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Zink (á ensku zinc): Málmur, frumefni, númer 30 í lotukerfi. Notað m.a. í zink rafhlöður. Ef zink er blandað við kopar verður til brass. Ógn við heilsu manna: Þekkt og skráð; Ekki skráð. Hugsanlegt:  Hugsanlega eitrað fyrir hjarta- og æðakerfi, blóð, þroska, ónæmiskerfi, æxlunarfæri, öndun, húð og skynfæri. (Heimild: Sjáðu hér, og Wikipedia.)

Þungmálmar: Eitraðir þungmálmar eru antimony, arsenik, barium, beryllium, blý, kadmíum, kvikasilfur, osmíum, thallium og vanadium. Þungmálmar geta valdið umhverfisspjöllum. (Heimild Wikipedia.)

Byggt á eftirfarandi heimildum:

http://ec.europa.eu/environment/waste/studies/pdf/household_report.pdf

http://scorecard.goodguide.com/chemical-profiles/

http://www.wikipedia.org, ýmsar síður. Og fleiri, (tekið fram við hvert efni fyrir sig).

Hvernig á að nota efni eða hluti sem innihalda spilliefni á heimilum?

Grunn regla er að fara varlega, en að öðru leiti skal vísað í leiðbeiningar á hverju efni fyrir sig, enda er það mjög mismunandi eftir því hvað á í hlut.

Hvernig á að geyma spilliefni á heimilum?

Grunn regla er að þessi efni eigi að geyma með þeim hætti að börn nái ekki til þeirra. Hvað geymslu varðar – hita – raka – ljós, er það mismunandi eftir efnum, og ber að fara eftir þeim leiðbeiningum sem eru á hverju efni fyrir sig.

Hvernig á að losa sig við þau og hvers vegna?

Spilliefnum ber að skila til viðurkenndrar spilliefnamóttöku.* Ef þeim er fargað úti í náttúrunni eða nærri þéttbýli, á urðunarstað fyrir venjulegt sorp, eða í hafið, vötn eða straumvötn hvort sem er um niðurfall eða beint, valda þau verulegum skaða í umhverfinu. Þess vegna eru þau skilgreind sem spillefni, en ekki venjulegt heimilis- eða iðnaðarsorp.

* Rafhlöðum má skila í sérstaka söfnunarstauka fyrir rafhlöður. Hringrás er með slíka stauka í grunnskólum landsins, á bensínstöðvum Olís, í mörgum verslunum Krónunnar, Nettó, Samkaupa (þ.m.t. Strax og Úrval), auk Gámastöðvarinnar á Hellu, Ólafsson í Vík í Mýrdal, og Granda á Vopnafirði.
* Gömlum lyfjum á að skila til lyfjaverslana.

Spilliefni sem skilað er með réttum hætti fara ýmist í endurvinnslu, eða er fargað með réttum og öruggum hætti. Nauðsynlegt er að það sér vel sýnilegt hvaða efni eru á ferð, en það sparar mikið ómak og tíma fyrir starfsmenn móttökunnar. Af sumum spilliefnum hefur verið tekið úrvinnslugjald í upphafi og má skila þeim endurgjaldslaust, en önnur þarf að greiða fyrir ef magn þeirra fer yfir ákveðin mörk.

Hvar eru spilliefnamóttökur á Íslandi?

Hringrás hf starfrækir spilliefnamóttökur í Reykjavík, á Akureyri og á Reyðarfirði.

Varðandi aðra staði þá eru í flestum sveitarfélögum starfræktar móttökustöðvar. Vinsamlegast kynntu þér fyrirkomulagið í þínu sveitarfélagi.

Texti milli fyrirsagna  –  texti milli fyrirsagna – texti milli fyrirsagna

Fyrirsögn H1 Fyrirsögn H1 Fyrirsögn H1 Fyrirsögn H1 Fyrirsögn H1

Texti milli fyrirsagna  –  texti milli fyrirsagna – texti milli fyrirsagna

Fyrirsögn H2 Fyrirsögn H2 Fyrirsögn H2 Fyrirsögn H2 Fyrirsögn H2

Texti milli fyrirsagna  –  texti milli fyrirsagna – texti milli fyrirsagna

Fyrirsögn H3 Fyrirsögn H3 Fyrirsögn H3 Fyrirsögn H3 Fyrirsögn H3

Texti milli fyrirsagna  –  texti milli fyrirsagna – texti milli fyrirsagna

Fyrirsögn H4 Fyrirsögn H4 Fyrirsögn H4 Fyrirsögn H4 Fyrirsögn H4

Texti milli fyrirsagna  –  texti milli fyrirsagna – texti milli fyrirsagna

Fyrirsögn H5 Fyrirsögn H5 Fyrirsögn H5 Fyrirsögn H5 Fyrirsögn H5

Texti milli fyrirsagna  –  texti milli fyrirsagna – texti milli fyrirsagna

Fyrirsögn H6 Fyrirsögn H6 Fyrirsögn H6 Fyrirsögn H6 Fyrirsögn H6

Texti milli fyrirsagna  –  texti milli fyrirsagna – texti milli fyrirsagna