Fræðsla

Velkomin á fræðslusíðu Hringrásar.

Hér eru tenglar á aðrar síður á vef Hringrásar endurvinnslu sem hafa að geyma áhugavert, skemmtilegt og jafnvel bráðnauðsynlegt efni um endurvinnslu, umhverfismál, sem og varasöm efni sem eru gagnleg, en þarf jafnframt að meðhöndla rétt til að forðast skaða. Efnið er í eftirfarandi flokkum:

Rafhlöður

Á síðunni um rafhlöður eru margháttar áhugaverðar upplýsingar um rafhlöður, sem eru svo mikilvægar í okkar daglega lífi. Farsímar væru tildæmis varla nothæfir án þeirra. Hér er sagt frá tækninni og fyrstu rafhlöðunni sem Volta fann upp árið 1800 (eftir honum er mælieiningin Volt nefnd), og mynd af skrýtnum hlut sem talið er að hafi jafnvel verið rafhlaða, frá tímum Rómverja! Einnig má sjá myndskeið sem var gert vorið 2012 um endurvinnslu á rafhlöðum, og var dreift endurgjaldslaust til grunnskóla á Íslandi á DVD diski. Þegar þetta er ritað er líklega rúmlega 2 milljónum rafhlaða hent á Íslandi á ári hverju, þar sem þau verða að spilliefnum í náttúrunni, í stað þess að færa þau til endurvinnslu. Samkvæmt nýjum lögum verður að ná hlutfalli endurvinnslu upp. Sjá síðuna um rafhlöður.

Spilliefni

Mörg efni á heimilinu eru gagnleg en geta verið skaðleg eða jafnvel lífshættuleg ef þau eru ekki meðhöndluð rétt, og verða spilliefni í náttúrunnni ef þeim er ekki fargað með viðhlítandi hætti. Það er mjög nauðsynlegt að kunna rétt á þetta, því við viljum öll fyrirbyggja slys og skaða! Á síðunni Spilliefni er upplýsingablað fyrir foreldra um spilliefni, og einnig myndskeið um spilliefni fyrir grunnskólanema sem unnið var haustið 2012, með titlinum „Látum spilliefni ekki spilla deginum.“ Myndskeiðið var unnið á vegum Hringrásar og dreift ókeypis á DVD disk til grunnskóla á Íslandi. Sjá síðuna um spilliefni.

Málmar

Á síðunni bakvið tengilinn er áhugavert myndband um endurvinnslu málma sem unnið var fyrir grunnskólanema. Það heitir „Málmar eru málið.“ Hér er sagt frá fjölbreytilegri málmaflóru, sögu og aðferðum við málmvinnslu, endurvinnslu málma og sýnt frá því þegar gamla varðskipið Þór, sem tók þátt í öllum þorskastríðum á seinni helmingi aldarinnar, var dreginn á land lúinn og þreyttur, og klipptur í búta í þeim tilgangi að endurvinna málminn sem skipið var smíðað úr árið 1951. Sveppi talar inn textann af alkunnri snilld. Sjá síðuna um málma.

Öll hráefni

Fjórða myndskeiðið fjallar um hringrás allra hráefna í öllum tækjum og hlutum, og endurvinnslu á þeim, hvort sem það er plast, gler, timbur, málmar eða annað. Flest allt er hægt að endurvinna, og það er nauðsynlegt fyrir móður jörð! Þó eru ekki allir hlutir endurunnir (recycled). Í myndskeiðinu eru útskýrð hugtökin 3 E og eitt F, eða „endurnota“, „endurnýta“ og „endurvinna,“ og loks „förgun.“ Hér er meðal annars sýnt hvernig venjulegur fjölskyldubíll endar ævina þar sem mismunandi hlutar hans eru teknir til endurvinnslu, meðal annars í geysiöflugri málmpressu. Myndskeiðinu var dreift á DVD diski í lok janúar og byrjun febrúar árið 2013.  Sjá myndskeiðið í stóru formi hér.