Skilagjald

Skilagjald fæst greitt fyrir bíl sem komið er með til förgunar. Til að fá skilagjaldið greitt þarf að sýna skilavottorð sem staðfestir að bifreiðinni hafi verið skilað til endurvinnslu og hún afskráð af götum landsins. Einnig þarf að staðfesta að bifreiðin sé í raun eign þess sem skilar bílnum. Með því að framvísa skilavottorði á næstu skoðunarstöð fást greiddar 20.000,- krónur fyrir hverja bifreið.

Nánari upplýsingar um skilagjald og förgun bifreiða má sjá á vefsíðu um ökutæki á vef Úrvinnslusjóðs.