Bílaförgun

Móttaka og förgun bifreiða er meðal þess sem Hringrás er þekktust fyrir. Á höfuðborgarsvæðinu eru Vaka björgunarfélag og Hringrás í nánu samstarfi um förgun bifreiða, en fyrirtækin eru systurfyrirtæki, bæði í eigu sama félags.  Bifreiðaeigendur geta valið hvort þeir koma með bíla sína til förgunar til Vöku á Eldshöfða 6, eða til Hringrásar í Klettagarða 9í Reykjavík. Á báðum þessum stöðum fást skilavottorð fyrir bíla sem komið er með til förgunar.  Með því að framvísa skilavottorði á næstu skoðunarstöð fæst greitt skilagjald fyrir bifreiðina.